Næsta BEARS ON ICE verður 29. ágúst til 1. september 2019 sem er Labour Day Weekend í Bandaríkjunum. Passar fara í sölu snemma 2019. Undanfarin ár hefur verið uppselt í ferðirnar svo áhugasamir þurfa að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum og hér.

Taktu þátt í hátíðinni með gestum okkar. Það er fjölbreytt dagskrá BEARS ON ICE helgina og kvöld dagskráin er sniðin þannig að íslendingar eiga auðvelt með að taka þátt og blanda sér í þennan alþjóðlega hóp karlmanna. Hópurinn er kominn hingað til að skemmta sér og kynnast nýju fólki og þá ekki síst íslendingum svo það er engin ástæða til að vera feiminn.

Bangsasenan snýst meira um viðhorf en útlit, að fagna fjölbreytileikanum og vera vera sáttur í eigin skinni. 

BEARS ON ICE  partýin

Fimmtudagskvöld er Welcome partý með lágri tónlist og afslappaðri stemningu, gott til að kynnast nýju fólki og spjalla. Frítt inn.

Föstudagskvöld hitnar í kolunum enda TOP OFF PARTY með seiðandi tónlist fyrir þá sem vilja dansa á meðan aðrir mingla og spjalla.  

Laugardagskvöld er svo aðalfjörið, CLUB NIGHT klúbbastemning með DJ, skemmtikraftar troða upp og svo verður dansað fram á rauða nótt. 

Stemningin á böllunum okkar er alþjóðleg, þar sem karlmennskan er í fyrirrúmi, Tónlistin á dansleikjunum er meira í líkingu við það sem heyrist á vinsælustu gay klúbbunum í London, meginlandi Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Undanfarin 10 ár höfum við fengið þekkta plötusnúða frá þremur heimsálfum til að spila á dansleikjunum okkar, allt plötusnúðar sem eru mjög vel þekktir og vinsælir á senunni erlendis og spilað á stöðum eins og XXL, Honey, Woof, Chunks, Horse Meat, Tonker, Exile, Bearracuda og fleiri stöðum. 

Örlítið meira um okkur...

BEARS ON ICE er árlegur not-for-profit viðburður sem byrjaði 2005. Hann er skipulagður af áhugasömum sjálfboðaliðum sem vilja auka fjölbreytileika íslensku gay senunnar og fá til landsins nýjustu strauma í tónlist og skemmtun.

Við höfum leitast við það í gegnum tíðina að nýta og kynna bleika hagkerfið, þ.e. að beina viðskiptum til fyrirtækja sem eru "gay-owned or operated" eins og það kallast. Ekki bara varðandi þessa hátíð heldur einnig á gayice.is upplýsingaveitunni sem við höfum rekið síðan 2003.

Stundum er afgangur þegar allt hefur verið gert upp. Eftir viðburðinn 2015 vildum við í hópnum styrkja frábært starf HIV Ísland og gáfum þá 400.000 kr.2016 gáfum við 300.000 kr. og aftur 300.000 kr árið 2017. Áður höfðum við stutt Samtökin 78 dyggilega.

Undanfarin ár hafa einu men-only skemmtanirnar fyrir gay, bi og trans karlmenn á Íslandi verið þær sem BEARS ON ICE hefur staðið fyrir, með einstaka velkominni undantekningu, Páll Óskar stóð fyrir strákaballi í desember 2016 og Bears on Ice gengið stóð fyrir FAB böllum undir merkjum GayIce.is í maí og desember 2017.  Um haustið 2017 byrjuðu mánaðarlegir homma hittingar undir merkjum Humpday Social þar sem er hist á nýjum bar á miðvikudegi í miðjum mánuði. 2019 var í nokkra mánuði Men Only kvöld í Hafnarstræti 4 efri hæð meðan þar var Vintage Box. Haustið 2019 opnaði nýr staður í sama húsnæði, Curious og þar tóku við "Men Only +" kvöld sem byrjuðu fyrir eitthvað um áratug og voru á tímabili í Kjallaranum og á tímabili í Barböru.

Plakatið fyrir laugardagsballið 31. ágúst 2019:

 

Plakatið fyrir föstudagsballið 30. ágúst 2019: